Leigubílstjóri dauðans?

Þessar stundirnar skoða ég ekkert nema íbúðir á netinu.. er að missa mig í þessu. Heitasta óskin er að eignast íbúð á Akureyri sem ég get málað og innréttað alveg sjálf og notið að búa í. Þetta herbergi sem ég er í núna er hreint og beint ógeð!!! Ef þið getið leigt mér herbergi á Akureyri f. innan við 20 þúsund plís lett mí nó. Sé amk fram á sumar þar sem ég á ekki eftir að elda djakk sjitt sökum þess hve eldhúsið er gróss. Líður bara alls ekki vel þarna. Á föstudagskvöldið var náungi að míga í forstofuna.  Girnó.. eða hitt þó.

Eftir spilamennsku kvöldins þar sem Ýr hans Svenna fór á kostum kíktum við bæði á Amour og Kaffi Akureyri. Þrátt fyrir allnokkra fola var eina viðreynslan í minn garð af leigubílsstjóranum sem keyrði mig heim. Sad. Hann bauðst m.a.s. til þess að skutla mér uppí Fjall í fyrró... ómæ. Hvert er ég komin? Er amk ekki að fara taka saman með sextugum náunga, svo er víst. En hey, Jóhanna Sig: minn tími mun koma ;)

 

taxi-driver

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu búin að fara og skoða risíbúðina?

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 10:44

2 identicon

Fanney mín, hvernig stendur á því að þótt við séum búnar að eyða dágóðum tíma saman undanfarið þá sé ég nafnið mitt aldrei í færslunum hjá þér?

metta (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband