Axlar-Björn mættur til leiks

Axlar-BjörnHahahahaha... þeir hafa húmor, mínir heimamenn! Sjálf hefði ég eflaust öskrað úr mér raddböndin, hvernig sem það gerist nú.

Svo er ég nú aðeins farin að hlakka til AIM festival sem verður hér á Akureyri helgina 31. maí til 3. júní. Helgi og hljóðfæraleikararnir, VilHelm, Benni Hemm Hemm, Seabear, Tómas R. Einarsson og fleiri munu heilla gesti og gangandi. Nokkrar erlendar grúbbur munu einnig spila, en ég þekki ekki til þeirra. Er aftur á móti spenntust fyrir Orquesta Tipíca Fernandez Fierro sem koma alla leið frá Argentínu, vafalaust með ljúfa tóna. Svo verður þarna líka Hilario Duran Trío sem kemur frá Kúbu, spennó! Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun svo loka hátíðinni á sunnudagskvöldið.

Svo skil ég ekki svona mál. Mér finnst þetta afar súrt og efast ekki um að konan eigi eftir að vera alveg hrikalega sár. Fjölskyldan hlýtur að skipta meira máli heldur en sjónvarpsþáttur, eða að minnsta kosti er ég alveg á því. Svo (sem betur fer) er til ansi mikið af fólki sem ég skil bara ekki. Eins og það fólk sem kærir sig um að hýsa þennan naugunarleik og fólk sem kærir sig um að spila hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband