Jæja Samfó..

Ég trúi varla að flokkurinn minn hafi klúðrað tækifærinu sem hann hafði til þess að setja flotta unga þingmenn í ríkisstjórnina. Ég er hneyksluð frá eyrum og niður á tær yfir því að hvorki Ágúst Ólafur né Kata Júl séu ráðherrar. Þarna var tækifæri á silfurfati sem flokkurinn lét frá sér ganga. Ætla ekki að tjá mig um ráðherra Samfó, er nokkuð sátt við flesta en aðrir hefðu mátt mega sín að mínu mati. Ráðuneytin sem við fáum eru kannski ekki þau bestu heldur. Ég er skúffuð.

En ánægð er ég með að tryggingamálin séu komin inní félagsmálaráðuneytið. Þessi uppstokkun var flott, go go go! Núna er loksins hægt að vinna að þessu út frá heildarsýn en ekki hver í sínu horni. Eða ég vona það.

Ég var að koma heim úr vinnunni. Eftir vinnudaginn fórum við hverfisstjórarnir með starfsstúlkunum í heimaþjónustunni út að borða. Staðurinn var snilld. Brunuðum inní Öxnadal á stað sem heitir Engimýri. Maturinn var svo góður að erfitt er að lýsa honum. Brokkolísúpa í forrétt sem rann afar ljúflega niður. Aðalrétturinn var bestur: kjúklingabringa með fersku salati, sætri lauksósu og kartöflumunaði. Þessi kartafla er besta kartafla sem ég hef smakkað: allt tekið innan úr bakaðri kartöflu, blandað saman við egg, smjör, brauðrasp, krydd og ost og stöffað ofan í kartöfluna aftur og bakað. Jöhömmí! Í eftirrétt var svo súkkulaði mousse frá himnum. Núna er ég svo södd að ég get ekki klárað að þrífa herbergið mitt í Klettastígnum :(

Vinnan mín er snilld... ótrúlega mikið að gera og margvísleg verkefni. Frábær starfsandi á deildinni og allt fólkið í húsinu indælt. Lofar góðu :) Komin með mitt fyrsta alvöru netfang! :)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

við erum greinilega nokkuð sammála um það sem komið er í ríkisstjórnarsamstarfinu Fanney. 

Sveinn Arnarsson, 22.5.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Greinilega félagi.. og ekki í fyrsta skiptið! :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband