Kynlíf eða draugagangur?

Gat ekki sofnað fyrren seint um síðir síðustu nótt. Spilar þar margt inní. Veðrið er auðvitað æðislegt, bjart úti og sólin í algleymingi. Næs það. Nú svo er það draugagangurinn sem á að vera hérna skv. Möggunni. Heyrði allskonar hljóð í gærkvöldi, sem er spes þar sem við erum bara þrjú hérna á 3. hæðinni því flestir eru farnir heim til sín því skólinn er búinn. Yfirleitt eru hérna um 25 manns á hverri hæð.

casperEníhú. Þegar ég svo slekk á tónlistinni og leggst til hvílu heyri ég taktfast hljóð og dettur strax í hug Kasper og félagar. Þegar ég hlusta svo betur eftir því heyrist mér þetta vera annað en draugar því takturinn breyttist öðru hverju en hélt þó alltaf áfram. Ég hugsaði með mér: oh frábært, fólk að stunda kynferðismök og halda fyrir mér vöku. Frábært!

99909186_12fc36299c_oÉg kveikti aftur á tónlistinni og reyndi að útiloka þetta leiðindahljóð. Nema hvað, eftir hálftíma er hljóðið ennþá í gangi og fannst mér það því ekki geta verið fólk í kynferðismökum - nema þetta hafi verið vélmenni eða tónskáld að gera það eftir taktmæli. Þá rann það upp fyrir mér. Hljóðið var hvorki Kasper né tónskáld í kynferðismökum. Það lekur úr sturtuhausnum inná baðinu sem er við hliðiná herberginu mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahahaha

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 00:42

2 Smámynd: Rebbý

Snilldin ein .... það er nú gott að maður geti búið sér til spennó ástæður fyrir truflununum

Rebbý, 22.5.2007 kl. 09:43

3 identicon

hahhaahhaha

Ég kannast við svona ímynduð samfarahljóð í nágrönnunum eða ferðir Kaspers :) Reyndar hef ég bara kosið að ákveða að nágrannar mínir eigi þessi hljóð... ég hef ekkert farið í það að leita að hljóðinu inni í íbúðinni hjá mér.

Ásdís Ýr (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 12:40

4 Smámynd: Erna María Jensdóttir

hahaha... en fyndið. Ég verð einmitt oft ótrúlega ímyndunarveik áður en ég fatta að hugsa rökrétt um hlutina :)

En ég er búin að yfirgefa Norðurlandið í bili og flutt í borgina. En samt geri ég mér ferðir af og til norður yfir heiðar og ramba þá stundum á Akureyri, og þá vil ég sko hitta yfir túttuna :D

Hafðu það gott á eyrinni, hún er alveg yndisleg og ætlaði ég alltaf að búa þar þegar ég yrðu "stór". Aldrei að vita nema það muni rætast :)

Erna María Jensdóttir, 22.5.2007 kl. 15:37

5 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Ja maður minn lifandi, hálfgerður bömmer að hvorki var um draug eða dodo, bara vatnssull!!!!  Vonandi eitthvað skemmtilegra næst!

Magnús Þór Jónsson, 22.5.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband