Fanney Dóra giftir sig?

Brúðkaupið gekk glimrandi vel í gær. Við amma náðum að koma Hönnu Mettu í kjólinn í tæka tíð, alveg nokkuð mál að klæðast slíkri múnderíngu. Athöfnin var æðisleg og söngvarinn í kirkjunni, Bjarni Atlason, alveg stórkostlegur. Ég var á fullu að laga slóðann (eða skottið eins og afi sagði) í kirkjunni svo allt liti vel út. Eftir athöfnina drifum við okkur á Hótel Búðir því ég þurfti náttúrulega að taka á móti fólkinu. Veðrið var mjög fínt og allir kátir þrátt fyrir nokkrar tárleifar á kinnum, það fylgir alltaf. Þegar svo brúðhjónin mættu á Búðir voru gestirnir tilbúnir með hrísgrjón til að kasta yfir þau og svo var skálað. Salurinn sem við borðuðum í var stórglæsilega skreyttur og maturinn var unaður. Yfirþjónninn algjör demantur sem og allir þjónarnir, redduðu öllu því sem þurfti - ólíklegustu hlutum líka! Ég held ég hafi nú ekki gert mikið af vitleysum í veislustjórninni - byrjaði samt á að minna fólk sem ætlaði að reykja hass að hótelið væri reyklaust... Eftir aðalréttinn var komið að aðalliðnum - eða svona - en það var sú athöfn þegar brúðurin kastar brúðarvendi til ógiftra kvenna. Keppnismanneskjan ég tók mér stöðu á góðum stað og allar biðum við óþreyjufullar. Það endaði svo þannig að ég og Bára frænka gripum vöndinn en ég stóð uppi sem sigurvegari (enda náði hún bara rétt í stilkana). Þá vitum við það, af þeim sem voru í þessu brúðkaupi er ég næst til þess að ganga í hnapphelduna.. jasko... sem sagt, ekki gifting næstu árin í þessari fjölskyldu! Hahaha... En þetta var þrusufjör og gaman að allt skyldi ganga vel. Á reyndar eftir að heyra í Hönnu og Jóni í dag, en ég og systir Jóns settum hrísgrjón í rúmin þeirra á Hótel Búðum.. tíhíhíhí...

Í dag er unaðslegt veður, glampasólskin og logn. Ég ætla því að bruna með lil sys og Herdísi frænku í Stykkishólm og sleikja sólina þar í sundlauginni. Eini gallinn við Ólafsvík er að það er engin útilaug.. og það er ekki mikið um vinnu... og það vantar álitlega karlmenn.. best ég hætti núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er málið með að við séum ALDREI að vinna saman??? enda ert þú kosin næturvaktarprinsessan hér með..
ég sakna þín voða voða mikið :*

Dagga (IP-tala skráð) 11.7.2006 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband