Hnoðri og fótbolti

Hnoðrinn minn dafnar vel hjá mér.. eftir að ég sullaði mat yfir allt búrið hans. Það er svosem í lagi þar sem hann fer ætíð ofan í matarskálina og kafar ofan í hana með tilheyrandi látum. Krúttið. Mig langar rosalega til þess að versla svona kúlu fyrir hann, sem hann getur hlaupið um íbúðina í og ekki týnst.

Það er nú aðeins meira mál en ég hélt að búa til svona hrísgrjónapoka... ekki það að þetta sé gríðarlegt mál, ég er bara svo mikil brussa. Núna er ég að hamast við að binda slaufu á þennan tæní tæní borða sem á að fara utan um... en þetta er svo svakalega gaman, ég með tunguna útúr mér (vanda-sig-svipurinn) og góða tónlist. Svei mér þá ef ég er ekki bara orðin örlítið (Þóra ég segi ÖRlítið) sáttari við höfuðborgina í kvöld en ég var í gærkvöldi...

Sjettörinn! Leikurinn áðan, Ítalía - Þýskaland! Ég var að fara úr límingunum á tímabili... stóð uppí sófa öskrandi og gólandi... jahérna hér, ef þetta telst ekki til meðvirkni þá veit ég ekki hvað. Hlakka til að sjá fleiri svona sjúklega góða leiki!

Jæja, Hr. Hnoðri og hrísgrjónin bíða mín... awwwww


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að þetta er allt í áttina. Hver veit? Kannski áttu eftir að sitja á krá í Köben og sakna Kópavogarins einhvern daginn? ;-)
knús
Þ.

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 23:00

2 identicon

Arg! gat nú verið að þú sért að fylgjast með boltanum!!
En eru það ekki þessir sætu rassar sme að þú ert einungis að sækjast eftir að glápa á!
NAMM! NAMM !

Erna ferna (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 09:10

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Erna: ætli þetta hafi ekki byrjað með því ;) en annars er ég svo meðvirk að það er sama hvað horft er á, ég lifi mig inní allt saman.. hehehe

Þóra mín, þó ég stórefist nú um það þá skal ég samt muna eftir þessu og hringja í þig um leið (þ.e. EF) þetta gerist. Þú ert nú meiri Kópavogsbúinn!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 5.7.2006 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband