Píííííb.....

Sit á Hressó međ Dagnýjunni minni... viđ erum óađskiljanlegar eftir samvinnuna :) Viđ eigum ađ vera ađ semja rćđu sem skal flytjast á morgun - síđasta skóladag minn sem félagsráđgjafarnemi. Rćđan á ađ fjalla um stöđu félagsráđgjafar nú, hvernig viđ sjáum félagsráđgjöfina eftir 5 ár og n.k. SVÓT greining á stéttinni. Yfirleitt hefđi ég rumpađ ţessu af, hrist ţetta framúr vinstri erminni - en nú er ég blank. Eins og línurit sjúklings í Grey´s Anatomy... píííííb... 

Svo er bara ein lítil greinagerđ um starfsnámiđ mitt eftir og ţá er ţetta búiđ. Ţar sem ţađ er svona ógurlega lítiđ eftir virđist öll orkan vera búin. Skóladagurinn virđist sem endalaus, ég geyspa eins og ég sé ađ láta lífiđ af nćringarskorti, heilinn er í súrefnisdái og allt er einhvern veginn meira spennó en akkúrat allt sem tengist skólanum. Spés.

Svakalega var kjánalegt ađ horfa á Ástu Möller í fréttunum í gćrkvöldi. Eymingja konan, ţetta hefur veriđ skellur fyrir hana. Fólkiđ í Valhöll eflaust ekki ánćgt međ ummćli hennar. Sei sei.

Annars kíkti ég á fjölskylduhátíđ Samfó á Selfossi í gćr međ henni Ţóru minni, hátíđardaginn 1. maí. Múgur og margmenni, enda enginn annar en bloggvinur minn hann Tommi ađ útdeila pulsum međ öllu nema rauđkáli. Viđ meikuđum ţó ekki langa hríđ í hríđinni... skunduđum á Sólheima, heilsuđum uppá vini okkar ţar og drukkum lífrćnt rćktađ gos. Viđ Ţóra kynntumst einmitt á Sólheimum ţegar viđ vorum báđar ađ vinna ţar. Stađurinn er yndislegur og mćli ég ţokkalega međ ţví ađ fólk skelli sér uppí sveit og skođi frábćra listsýningu hjá henni Jólu.

Sjettörinn... 10 dagar í kosningar og rúm vika í júró... titringur? Njaaa... ;) 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskveđja

Ólafur fannberg, 3.5.2007 kl. 12:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband