Hlunkurinn minn

Sjettörinn hvað grænn hlunkur er góður svona síðla kvölds... kólnaði reyndar pínu við að snæða hann, en kúrði mig þá bara með teppi í sófanum og bíð eftir að 04:00 mynd Bíórásarinnar byrji. Líst ágætlega á hana, Green Dragon heitir hún með Patrick Swayze og Forest Whitaker í aðalhlutverkum. Nú svo er nútíminn svo skemmtilegur að ég er með Mæju Bet á msn og við getum spjallað saman um gang mála í myndinni, tekið okkur pissu- og popphlé og allt það sem venjulegt fólk gerir í bíói :)

Annars er þetta búin að vera einstaklega skemmtileg næturvakt - þökk sé msn. Hef verið einstaklega heppin með rabbfólk í nótt og hlegið mörgum sinnum upphátt. Klárlega er þessi mynd eitthvað sem ætti að vera fast á baðherbergisspeglinum, ávísun á hlátur og góðan dag! Nú svo komst ég að því að á hjúkrunarkona á hjúkrunarheimili nyðra þarf að tékka reglulega hvort allir andi ekki örugglega. Einnig komst ég að því að heitt vatn á það til að renna uppí vatnskassa í klósettum (?) og að svefn á sumrin er ómögulegur fyrir suma. Svo vill einnig svo skemmtilega til að Sir Magnús Már var einu sinni pennavinur Mæju Bet vinkonu minnar úr MA... jahá... svona geta næturvaktir verið skemmtilegar! Og samt eru 5 klst eftir! Bíðið spennt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband