Vanræksla á háu stigi

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég hef verið að vanrækja ykkur, lesendur góðir, afar illilega síðustu daga. Það er bara svona að vera í henni Höfuðborginni, ekkert nema leiðindi. Nei, má ekki segja svona, það er lygi.

f3bdcd9fd6c79152Það gekk bara afar vel hjá mér að flytja fyrirlesturinn um niðurstöður rannsóknarinnar sem ég var að gera í starfsnáminu - þó svo að ég hafi misst af framsögunámskeiðinu þar sem ég var á Akureyri. Ég talaði reyndar of lengi, en það er eitthvað sem ég er afar vön svo það kom ekki á óvart! Eftir allnokkra fyrirlestra frá bekkjarsystrum mínum féllst Gísli frændi á að skutla mér uppí Egilshöll þar sem hinn mikilfenglegi landsfundur átti sér stað. Ég var komin um hálf fjögur og náði því ræðum allra forystujafnaðarkvennanna, ISG,  Monu Sahlin frá sænska Jafnaðarmannaflokknum og Helle Thorning-Schmidt frá þeim danska. Gæsahúðin kom aftur og aftur og þó svo að ég væri orðin algerlega tilfinningalaus í handalimum mínum klappaði ég og klappaði eins og gourmet amerísk klappstýra. Diddú kom og söng ásamt karlakórnum Fóstbræðrum en að mínu mati voru þau ekki í hálfkvisi við táknmálstúlkinn sem túlkaði sönginn af svo mikilli fegurð að ég gleymdi öllum kórnum og Diddú og horfði bara á túlkinn. Þegar Diddú söng Hamraborgina hélt ég að mér yrði allri lokið... Mikið hlakka ég nú til að klára skólann og jafna mig á þessari geðveiki svo ég geti haldið áfram á táknmálsnámskeiðunum sem ég byrjaði á í fyrra.

Eftir að hafa hlustað á ýmislegt fagurt, bæði söng og stefnuræðu ISG, fór ég og hitti bekkinn minn á Hressó kl. 20. Ég var áberandi mest edrú, stöllurnar höfðu farið á Hótel Sögu eftir alla fyrirlestrana og skoðað bjórseðilinn. Kvöldið skal ekki útlistað hér, en mikið var það nú skemmtilegt! Kíkti m.a. á Ölstofuna og spjallaði heilmikið við elskulega Jafnaðarmenn - sem eru klárlega skemmtilegasta fólkið! Ölstofan var þó þéttsetin blámönnum þetta kvöld og fór ég heim með kosningaáróður í miðstjórn exdé sem ég átti að færa honum föður mínum. Samtal kvöldsins átti ég við hann Valla, það var afar afar skemmtilegt þó svo ég muni lítið núna um hvað það var.

Annars eru það bara BA-skrif sem lita þessa ferð mína í ómenninguna. Það gengur þó bærilega, þetta er allt að koma - sem betur fer. Var komin á þá skoðun að fara í mastersnám í haust í viðskipta- og hagfræðideild (aha, ekki að djóka!) en er hætt við það. Meika ekki meiri skrif í bili, nema kannski pólitísk skrif ;)

El túttó er þó á leið í fagra fjörðinn aftur, Eyjafjörðurinn tekur væntanlega afar vel á móti mér í kvöld og þá get ég farið að nota sólgleraugun mín aftur sem ég kom með hingað suður.

Magga Stína tútta.comÓkei, alveg að verða búin að tjá mig. Á laugardagskvöldið fór ég auðvitað á hátíðarkvöldverð Samfylkingarfólks og var kvöldið í alla staði fullkomið - fyrir utan afgreiðsluna á barnum en við redduðum því nú. Skemmtiatriðin voru snilld.com!!! Vá hvað það er skemmtilegt fólk í Samfó. Magga Stína var klárlega sigurvegar kvöldsins þegar hún söng nokkur júróvísjón stef með breyttum texta - eitt lag fyrir hvernig flokk. Hver kannast ekki við lagið Nínu sem VG gerði frægt um árið: Núna ertu hjá mér, fylgi... þú veist að ég mun aldrei aftur, ég mun aldrei aldrei aftur, aldrei aftur eiga stund með þér. Nú eða hittarinn frá Ísladshreyfingunni Sjúbbídú: menn skilja ekkert á Skagaströnd né Timbúktú! Muhahaha.. Marskálkurinn og Gummi Steingríms komu þó á fljúgandi siglingu inn með frumsamið Samfó lag sem á eftir að hljóma á næstu dögum fram að kosningum.

Eníhú... læralæralæra í nokkra daga í viðbót og þá: FÉLAGSRÁÐGJAFI!!! Jasko.. og ég sem hef haldið því allnokkrum sinnum fram að ég sé bara alls ekki týpan til að vera í Háskóla ;) Later! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

þú hefur greinilega skemmt þér vel

Bragi Einarsson, 16.4.2007 kl. 14:59

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 15:01

3 identicon

Stuð á ofurtúttunni í borginni! Láttu mig vita ef þig vantar yfirlestur á ritgerðinni.. vill svo skemmtilega til að mig dauðlangar að lesa hana :)

Ásdís Ýr (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 17:29

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þetta var ótrúlegur fundur....alveg ótrúlega skemmtilegt fólk í flokknum okkar.

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband