Í þá gömlu góðu daga...

Muniði eftir laginu sem hljómaði: Í þá gömlu góðu daga, er hann Ómar hafði hár..? Ekki ég. Rámaði bara í þessa setningu þegar ég sá myndina sem er við greinina mína á pólitík.is í dag. Í þá gömlu "góðu" daga þegar ég hafði ekkert hár, eða svona næstum því.

Gaman frá því að segja að í nótt dreymdi mig að ég væri nýkomin með hárlengingar. Já, ekki laust við að mig langi í svoleiðis.

Annars á ég heima í SPSS þessa dagana. Ótrúleg þessi smáatriði sem þarf að fiffa til við það eitt að gera súlurit. Almáttugur, verð orðin spinnegal eftir þessa törn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

jú, maður man eftir þessu lagi.... hressandi að heyra kallinn taka þetta :P

Já, SPSS, það mikla forrit. skemmtilegar minningar sem maður á með því.....ahhhh.....

Skemmtu þér :P

Björn Benedikt Guðnason, 7.4.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Lutheran Dude

Flott grein hjá þér. Gleðilega páska!

Lutheran Dude, 9.4.2007 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband