3.4.2007 | 23:32
Le Dinner
Haldiði að ég hafi ekki orðið svo heppin í kvöld að Vallan mín og Rannveig Katrín buðu mér til matarsamsætis með sér þar eð húsfreyjan á heimilinu, Addi, var að stunda áhættuhegðun. Valgerður reiddi fram dýrindslax í ofni, unaðslegt kartöflugratín og geggjað salat með djúsí fetaosti. Það var sko kaffi og meððí á eftir, svona alvöru. Heimasætan ekki alveg til í að fara í náttfötin svo ég skoraði á hana að ég yrði fljótari að gera 20 armbeygjur. Sú styttri tók ekki annað í mál en að ég legðist í það að gera 100 armbeygjur á meðan að hún háttaði sig. Ég tók 40 áður en hún náði að hátta sig og er betri kona fyrir vikið. Bíð eftir harðsperrum morgundagsins.
Annars sótti ég um annað starf hérna á Akureyrinni. Valla nánast skoraði á mig að sækja um það, og ég var áður búin að sjá það auglýst og fá smá fiðring - svo ég sótti bara um - gerðist villt(ari). Sakar ekki að prófa ;) Þetta fer að verða eins og argasta spennusaga, þessi atvinnumál mín. Jaseisei.
Svo er ég búin að ná áttum. Fékk snilldar ráð frá einum samstarfsfélaga þar sem hann sagði mér að Fjallið væri alltaf í vestur. Núna þarf ég ekki annað en líta þangað og þá veit ég sko hvað snýr upp og niður.
Og annað í fréttum. Hef verið í því síðustu daga að slengja saman tveimur orðatiltækjum og mismæla mig. Má þar nefna að gera hlutina með hangandi hug, en það er í miklu uppáhaldi.
Morgundagurinn: vinna, vinna, vinna og leggja svo í'ann heim á Snæfellsnesið íðilfagra.
Athugasemdir
Mér finnst að gera eitthvað með hálfri hendi best!
Lutheran Dude, 4.4.2007 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.