Glæsilegt!

The%20social%20worker%20just%20calledÞetta líst mér vel á! Eðalfélagsráðgjafi í nefndinni, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf. Þessi nefnd á vafalaust eftir að skila flottri skýrslu með góðum upplýsingum þegar hún lýkur starfi. En hvað gerum við svo? Við þurfum líka að vera vel vakandi fyrir því sem er að gerast í samfélaginu okkar núna í dag. Ekki endalaust horfa til fortíðar og fordæma gömul vinnubrögð, þó svo að sjálfsögðu sé það gott og gilt. Í dag er alveg jafn mikið að gerast sem eftir nokkra áratugi verður fordæmt líkt og við höfum verið að gera. Samfélög verða sífellt flóknari og fjölbreytileikinn sem svo oft er yndislegur verður mörgum mikil ógn. 

Ég var stödd á veitingastað hérna á Akureyri í hádeginu í dag með tveimur félagsráðgjöfum. Var þar mikið rætt og skrafað, enda alltaf nóg um að vera hér nyrðra - sem og í heiminum öllum ef út í það er farið. En þar kom dálítið athyglisverð spurning: hvað er að gerast í dag sem er sambærilegt þessum málum sem við hneykslumst á í dag?

Á meðan að nefndin starfar skulum við hin taka til starfa og skoða í kringum okkur með gagnrýnum augum. Hvað er ekki að virka? Hvað ER að virka og ber að varðveita? 


mbl.is Nefnd til að kanna starfsemi meðferðarheimila skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

jamm það er örugglega hellingur sem við eigum eftir að hneyklast á eftir nokkur ár...

Björn Benedikt Guðnason, 3.4.2007 kl. 05:15

2 identicon

Tja ég held nú samt að svona mannréttindabrot eins og framin voru á þessum "meðferðar"heimilum í þá daga gerist ekki í sama mæli í dag. Ég allavega stórlega efast um að við höfum jafn mikið að fordæma eftir nokkra áratugi og við höfum í dag. Við fordæmum alltaf eitthvað í fortíðinni en hlutir sem gerast í dag eru í eðli sínu aðrir en gerðust þá.

vallan (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband