Allt í plati!

Að sjálfsögðu var ég að plata með þessa ótrúlega spennandi vinnu. En það var gaman að fá öll sms-in og símtölin frá ykkur :) Ég gat bara ekki setið á mér að plata ykkur smá, á löglegum degi. 

Sól og blíða á Eyrinni. Norðurljós og næstum-því-fullt tungl í gærkvöldi svo ég skundaði með Kermit á þvottaplan og svo uppí Kjarnaskóg að njóta dýrðarinnar. Svo bara vinna, vinna, vinna og vinna framundan. Ætli ég plani ekki einn páskaeggjaleitarleik fyrir lilsys og heimsækji ömmu og afa í sveitinni og ömmu í Grundó - annars bara læralæralæra. Vá hvað ég lifi spennandi lífi þessa dagana.

Er annars að hnoða í ágætisfærslu. Hún kemur þegar ég hef aðeins meiri tíma en akkúrat núna.

Takk fyrir að trúa að ég gæti séð um þetta fáránlega flotta úrræði! ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búúú!

Þetta fannst mér lélegt aprílgabb, sorry

Gabbið verður að vera svolítið ótrúlegt til að það sé gaman af því að ná að plata einhvern. Það er bara ekkert ólíklegt við það að þú myndir fá svona vinnu.

Til dæmis að þú hefðir tekið að þér kosningastjórn fyrir sjálfstæðisflokkinn eða eitthvað ..ja það er kannski of langsótt. En þú skilur hvert ég er að fara með þetta

 kveðja guðný

Guðný (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband