Mikið að gera á stóru heimili

Nýja vinnan mín er æði, stundum langar mig ekki að fara heim úr vinnunni. Frábærir krakkar sem eru að koma og samstarfsmenn (konur) mínar eru mjög fínar. Þetta stefnir í gott gott sumar, byrjaði m.a.s. að plana starfsmanna (kvenna) djamm með einni í gær, hressandi. Frí í vinnunni um helgina en í staðinn er ég svo heppin að fá að vinna á Reykjavík Trópík hátíðinni sem verður í risa risa tjaldi fyrir framan Háskóla Íslands. Jibbý! Vinnan í dag er frá 16-21 og á morgun frá 21-02 þar sem ég verð vant við látin allan fyrripartinn. Við Tónskáldið ætlum nefnilega að fara á Sólheima og njóta lífsins. Hitta allt þetta frábæra fólk sem þar býr og hlusta á Svavar Knút opna Listasumar Sólheima með tónleikum í Sólheimakirkju kl. 13:30. Eftir það er planið að njóta lífsins enn frekar og hafa það náðugt, vonandi verður gott veður svo ég geti lagst í grasið og tuggið strá.

Ég var næstum því á leiðinni til Finnlands um næstu mánaðarmót á vegum LÆF, en ég náði ekki að redda vaktinni minni í tæka tíð.. :( Frekar súrt, en ég fer bara á Færeyska daga í staðinn, það verður sko ekkert slor! Var bara farin að hlakka til að æfa finnskuna ;)

Svakalega er líkamsræktarstöðin mín, sem ég nýti óspart (!), frábær. Í fyrrasumar fékk ég frítt í allar sundlaugar ÍTR allt sumarið og það sama mun gilda í sumar. Get ekki annað sagt en að þetta sé mjög mjög gott framtak þar sem ég elska að fara í sund á sumrin! Nú þarf ég bara að fjárfesta í góðum bakpoka sem ég get skautað með á leið í sundið.. frábært!

Í gærkvöldi var ég umvafin gullfallegum karlmönnum, gjörsamlega umvafin. Þeir sátu nánast á hverju borði í kringum mig og meira að segja voru nokkrir folar við borðið mitt. Það er þó til einskis að ætla sér eitthvað í þessum efnum, enda var ég inni á Café Cozy og ekkert nema samkynhneigðir menn sem sátu þarna.. ja, nema Atli Björn og Goggi - en hey, moment to treasure ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband