Júró

Lokakvöld júróvísjón er í kvöld - jeij. Mig langar að Heiða vinni, Ég og heilinn minn er hresst lag og dansinn hjá bakröddunum einn og sér kemur okkur langt. Annars er ómögulegt að segja hvaða lag vinnur. T.d. miðað við lögin sem komust áfram síðasta úrslitakvöldið er ENGIN leið að spá. Klárlega vil ég ekki að Bríet Sunna fari út fyrir okkar hönd. Einfalt mál. Og þó svo að Sjonni Brink sé foli þá er ég ekki alveg að kaupa lagið hans. Lagið sem Matti syngur er alls ekki að heilla mig, þrátt fyrir að Meistari Pétur Jesús ljái því hæfileika sína. Hafsteinn tryllir mig engan veginn með sínu lagi. Skil ekki hvers vegna maðurinn fékk ekki einhvern til þess að syngja þetta annars ágæta lag. Hvað er svo málið með þennan Torfa og Bjarta brosið hans? Er fólk ekki búið að átta sig á því að Skímó-stíll er ekki málið? Eiki Hauks er náttúrulega fyrir löngu orðinn klassík og lagið er flott. Ég veit ekki alveg hvort þetta rokkdæmi sé að virka aftur eftir Lordi. Friðrik Ómar á eftir að fara í júró einhvern tímann en með þetta lag, ég er ekki viss. Lagið sem hann söng í fyrra fannst mér flottara, en Kristján Grétarsson Örvarssonar er hottie og fengi mitt atkvæði ef hann væri sjálfur að syngja. Jónsinn minn hefur mátt muna sinn fífil fegri hvað fataval varðar, lagið svosem ágætt.

Hvað varð um GÓÐU júrólögin? Bucks Fizz var náttla bara snilld, ég vildi að ég kynni dansinn og hefði svona háa rödd eins og önnur konan. Dschingkis Khan er klassi. Sandra Kim hefur alltaf verið mitt uppáhald með fáránlega hressa lagið sem ég söng hástöfum nokkurra ára gömul. Og hvað ég vildi eignast svona föt! Men ó men. Fangad av en stormvind á sérstakan stað hjá mér, snilldarlag hjá henni Carolu. Og ó hvað Diggiloo diggiley þeirra Svía er yndislegt! Ég get ekki annað en fengið gæsahúð við að hlusta og horfa á þessar elskur. Pæliði í dansinum! Bobbysocks = geggjun, unaður. Abba er klassík þó svo að ég diggi lagið kannski ekki í tætlur eins og mörg önnur. Endalaust mikið af snilldarlögum.

StinnanFjallið lokað í dag vegna veðurs - afar afar sorgmædd yfir því. En ég er jafnframt afar afar hamingjusöm því bestasta sTinnan mín á afmæli í dag - KNÚS til hennar í tilefni dagsins. Góður afmælisdagur fyrir hana sTinnuna mína að júró sé í kvöld. Svo auðvitað konudagurinn á morgun. Býst nú ekki við hrúgu af gjöfum innum lúguna mína EN... Baddi frændi kom í gær og hafði meðferðis eina konudagsgjöf sem ég fékk þegar ég var hérna á Akureyrinni síðast. Pabbi gaf mér skauta í konudagsgjöf eitt árið, algjör snilld, og hafa þeir verið vel nýttir og verða nýttir í náinni framtíð. 

Ó vell... kannski kominn tími að afklæðast skíðafötunum og koma sér í eitthvað þægilegra. Njótiði dagsins og kvöldsins. Ef þið eruð á Akureyri í kvöld þá mæli ég eindregið með því að þið komið á Amour að hlusta á Hlyn spila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víkingur / Víxill

sjitt. þú ert þokkalega inni í þessu júróvísjón dæmi...

Víkingur / Víxill, 17.2.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband