4.2.2007 | 21:05
Home, sweet home!
Jámm... það er rétt. Ég er komin aftur á Akureyrina mína. Sit á Amour með kaffi í annarri og sígó í hinni... - eða ekki! Elska svona reyklaus kaffihús :) Afar kósý að sitja hérna og lesa heimildir fyrir BA-ritgerðina sem við Dagný erum að stússast í. Afar kósý.
Annars var helgin furðuleg, mjög góð - en furðuleg. Brunaði eftir vinnu á föstudaginn í Munaðarnesið þar sem ég hitti Höska og Moby í bústað sem þeir höfðu tekið á leigu. Næs pottapartý sem ritskoðast hérmeð. Popppunktur spilaður, myndir teknar, pottur heimsóttur reglulega... Beikon og egg í morgunmat sem smakkaðist sérdeilis unaðslega, enda karlmaður sem eldaði. Ég verð nú að færa Kamillu orð í hattinn fyrir að tala illa um Moby. Þetta er indælispiltur og á engan hátt líkur þeim Moby sem hún lýsir á blogginu sínu. Tel ég að nærveran við Kamillu hafi þessi áhrif á Moby og bið hana vinsamlegast að íhuga álit sitt örlítið betur.
Indæliskvöldverður á Strandveginum. Hjónakornin elduðu indverskan kjúklingarétt með tilheyrandi... fátt betra en indverskur matur. Eftir allnokkrar upphrópanir yfir matnum var hornið mitt heimsótt, þ.e. hornið mitt í sjúklega þægilega sófanum, og mænt á keppendur júróvísjón. Úrslit kvöldsins komu á óvart, svo ekki sé meira sagt. En ég spyr, hvað er auðvelt að gleyma sér í augunum hans Davíðs Smára? Maður lifandi hvað hann er með falleg augu. Tala nú ekki um þegar maður getur horft í þessi augu, drukkið ekta kaffi með og snætt dýrindis epla-banana-súkkulaði-döðluköku sem er holl í þokkabót! Jasko, gerist ekki betra.
Rest helgarinnar verður ekki upprifjuð. En lærdómsrík helgi, það má koma manni sannarlega á óvart þegar maður telur sig vita margt. En það verður ekki af því skafið hversu himinlifandi glöð ég er að vera komin aftur - með skíðin! Já, nú skal Hlíðarfjall stundað! Kannski einhver hluti vikunnar fari í það að útdeila ferilskránni minni og atvinnuumsóknareyðublaðaútfyllingu.com...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.