28.1.2007 | 21:08
Ábyrgð stjórnmálamanna
Ég er algjörlega sammála því sem ISG sagði í ræðu sinni á aðalfundi Samfó í Reykjavík. Oft hef ég hneykslast á því hvernig stjórnmálamenn þurfa ekki að bera ábyrgð á sínum gjörðum. Erlendis koma fréttir um allskyns hneykslismál þarlendra stjórnmálamanna sem og uppsögn í kjölfarið. Hvað gerir íslenska stjórnmálamenn heilaga? Auðvitað geta kjósendur í næstu kosningum, eftir að slíkt mál kemur upp, "refsað" stjórnmálamanni eða flokki hans með því að kjósa hann ekki. En fólk gleymir fljótt og því fer sem fer.
Hvaða rugl er það svo að segja að ISG hafi talað krónuna niður? Hvurslags vald eru þessir aðilar að færa konunni? Ég myndi jú fagna því ef hún hefði slíkt vald, að geta talað niður (nú eða upp) krónuna eða aðra hluti. Er þetta ekki týpískt dæmi fyrir hina alræmdu smjörklípuaðferð Hr. Davíðs? Ég tek undir með Félaga Magga þar sem hann segir Hr. Haarde og Hr. Matthiesen bera töluverða ábyrgð á því ástandi sem við búum nú við. Ég held að nokkur hluti þess fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur er fólk sem kýs flokkinn af vana. Ekki af því að það trúir hugsjónum Sjallanna eða finnst Björn Bjarna foli (nú eða Bjarni Ben...), heldur vegna þess að fólk gleymir og gerir hluti af vana.
En að léttara hjali. Dreif mig loksins út í hreyfingu, skemmtiskokk á sunnudegi. Hringurinn varð fremur lítill þetta sinn, enda svoleiðis svimandi hálka að það er ekki hundi út sigandi. Ég brá mér því í smá bíltúr með Kermit og við skoðuðum Eyrina fögru, enda margt breyst frá því ég bjó hér síðast. Heilt hverfi nálægt Kjarnaskógi er risið og er m.a.s. leikskóli mættur á svæðið. Það er afar spes að keyra um þetta hverfi, sumstaðar eru bara götur með ljósastaurum og tilheyrandi - en engum húsum. Nú svo er komið risa risa íþróttahús á Þórssvæðinu sem kallað er Boginn. Margt nýtt er í gangi og skipulagning hverfa á fullu spani útum allar tryssur. Akureyri ætlar sér að halda Landsmót UMFÍ árið 2009 en ennþá er ekki búið að afgreiða í bæjarstjórn hvar það eigi að eiga sér stað. Vandinn er snúinn, hvar á að byggja nýja aðstöðu? Á að byggja á Akureyrarvellinum gamla og gefa skít í kaupahéðna sem vilja þessa gourmet-lóð? Á að byggja að Hömrum og nota náttúruna þar fyrir enn fleiri mannvirki? Jasko, ég prísa mig sæla að þurfa ekki að taka ábyrgð á þessum ákvörðunum
Ingibjörg Sólrún segist ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki ætla ég að tjá mig um pólitík eða um þetta mál hér að þessu sinni, en að öðru:
Úr því að þú minnist á breytingar hér á Akureyri, þá finnst mér alveg magnað að sjá "auðnina" þar sem Skinnaiðnaður var og stóð áður (þ.e.a.s. fyrir "aftan" Glerártorgið). (Svo er líka ótrúlegt hversu fljótt gekk að rífa þessa "risastóru" byggingu!)
Svo vilja sumir halda því fram að Naustahverfið (nýja hverfið sem að þú talar um) hafi verið frekar illa skipulagt, í það minnsta þá samgöngumálin ... sjáum til hvernig það þróast...
Sóli, 29.1.2007 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.