7.5.2006 | 09:56
Í þá gömlu góðu daga
Í minni barnslegu einlægni verð ég að segja að ég trúi ekki öðru en að fólkið hafi verið á leiðinni að heimsækja mig. Ég gleymdi víst að láta nokkra vita að ég væri ekki lengur búsett á Tenerife. Þetta gefur augaleið. Þeir hafa eflaust ætlað að koma að bryggju hjá Los Cristianos sem er mjög nálægt Puerto de la Cruz sem er borgin sem ég bjó í.
Annars er rosalega mikið um ólöglega innflytjendur á Kanaríeyjum, öllum sjö höfuðeyjunum (Gran Canaria, Tenerife, Lanzarote, Fuerteventura, La Gomera, La Palma og El Hierro, svo eru sex eða sjö minni eyjar). Eyjarnar eru tiltölulega nálægt ströndum Afríku og því tilvalið að notast við báta við smyglið. Ég veit ekki hvernig hlutfallið er þarna á eyjunum, en á Tenerife var ógrynni fólks að selja ýmsan varning á strandgöngugötunni. Það var líka ótrúlegt að fylgjast með þeim þegar löggimann á mótorhjóli sást nálægð því þá varð svona domino effect þar sem hver "sölumaðurinn" á fætur öðrum tók saman dótið sitt á mettíma (enda var dótið yfirleitt uppraðað á stóran dúk sem hægt var að taka saman) og svo var hlaupið í felur. Þetta hljómar kannski ekki vel, en þetta hefur eflaust verið betra "líf" fyrir blessað fólkið heldur en fátæktin í Afríkur. En ég veit ekki, kannski voru þetta innfæddir eyjaskeggjar sem langaði að starfa við þetta...
Spænska lögreglan stöðvaði bát með 115 manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Facebook
Athugasemdir
Jiiiii, það er alveg með ólíkindum hvað þú er dugleg við skriftir á síðu þinni, maður gæti bara haldið að þú værir í prófum...? Æsingur er þetta, híhí.
Haltu þessu bara áfram, mér finnst ekkert leiðinlegt að lesa pistlana þína, mín kæra. :)
Bið að heilsa í bili, Ólöf.
Ólöf (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 10:28
Hehehe.. nákvæmlega, ég er í próftíð! Ég var samt virkilega að hemja mig í skrifum, hefði getað bloggað svona 6 sinnum í gær, hafði alltaf eitthvað sneddí að segja ;)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 7.5.2006 kl. 10:39
Já, það er rétt þetta er skemmtilegt blogg hjá þér. Bestu keðjur Jórunn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.5.2006 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.