Sundlaug án fola er eins og...

pulsur...

... líf án stjórnmála? 

Dagurinn í dag var stórkostlegur. Ég vaknaði ekkert alltof seint, kíkti smá í bækurnar áður en ég og Kermit rúlluðum uppí Salalaug í Kópavogi. Þessi sundlaug er núna uppáhaldssundlaugin mín. Ekki skemmdi fyrir að sólin skein sem skærast og var alveg slatti af fólki sem ég gat fylgst með: Gamalt fólk: 50%, fjölskyldufólk: 25%, börn: 10%, einstæðingar eins og ég: 15%, folar: 0%. Þrátt fyrir þetta gef ég þessu nú alveg nokkur skipti í viðbót. En ef þetta heldur svona áfram þá er ég hrædd um að ég verð að halda áfram að fara í Laugardalslaugina og Árbæjarlaug.. þar eru amk. nokkur % fola.

Eftir að hafa stússað við mig alveg heillengi í klefanum kom ég fersk útí sólina og heyrði í Þóru. Hún sagði mér að frændi hennar hefði beðið hana um að koma og hjálpa til við að koma kosningaskrifstofunni í stand fyrir opnunina sem átti að vera kl. 15. Auðvitað sagði ég já. Kom svo í ljós að þessi frændi hennar er enginn annar en Pétur formaður, eða réttara sagt fyrrum formaður Röskvu. Frábær tilviljun. Eftir að hafa sett helíum í nokkur hundruð blöðrur og raðað upp stólum og borðum fékk ég aðalhlutverkið. Eða ég tók aðalhlutverkið af Pétri þar sem mér fannst hann ekki standa sig nógu vel. Ég stóð og grillaði mini-pulsur í um tvær klukkustundir og leyfði fólki að dást að grillmennsku minni. Grillvökvinn sem ég fékk var nú reyndar bara Egils Kristall, en það dugði. Núna ætla ég svo að vera dúleg að læra þangað til ég fer í mat á eftir... og svo auðvitað læra í kvöld þar sem ekkert annað er planað...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband