22.1.2007 | 00:47
Bridget Jones - enn og aftur
Í kvöld var stemningin þannig að Bridget vinkona mín Jones varð bara að birtast á skjánum. Hvað ég hef horft oft á þessa bíómynd veit enginn. Ætli þetta séu ekki hvað, 8-9 skipti á ári? Þrátt fyrir það finnst mér myndin alltaf jafn fáránlega skemmtileg og fyndin. Bridget Jones er snillingur. Upphafssenan þegar hún er að tala við Mark Darcy í hreindýrapeysunni gæti alveg (og hefur eiginlega) gerst í mínu lífi. Þvílík snilld.
Þó svo að ég viti nákvæmlega hvernig myndin er, hvernig hún endar og hver segir hvað, þá er tilfinningin í upphafi myndar alltaf spennandi. Daniel Cleaver (Foli Grant) er náttúrlega sjúklega sætur og næs gaur en verður svo alger skíthæll. Mark Darcy er algjör lúði og þurrprumpulegur en verður svo unaðslega flottur. Ég vel Darcy, ómæ ómæ... Og í enda myndarinnar þegar hún er á brókinni að kyssa hann fyrir utan bókabúðina: Bridget: Wait a minute, nice boys don´t kiss like that! - Darcy: Oh yes the fucking do! Garg!
Þessar setningar sem elsku vinkona mín hún Bridget er að fá eru setningar sem ég hef heyrt. Ég hef í alvörunni fengið spurningar á borð við: ,,hvernig er þetta með ykkur einhleypa fólkið, finnst ykkur.. blahh". Spurningar á borð við: hvað er að frétta í ástarlífinu? Komin með kall? Eitthvað að gerast í kallamálum? Enginn Amor mættur til þín Fanney? Á ekkert að fara ná sér í förunaut? Langar þig ekkert að eignast börn? og Hvenær ætlarðu eiginlega að finna þér kærasta? eru alltaf súrsætar. Ekki bara vegna þess hve heimskulegar þær eru, heldur rifjast alltaf upp fyrir mér atriði úr myndinni og ég skil þessa elsku svo vel.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:10 | Facebook
Athugasemdir
Hæ!
Ég er að gera litla könnun fyrir háskólann minn um blogg og ástæður þess, að fólk bloggar. Getur þú tekið smá stund í að svara eftirfarandi þremur spurningum. Skemmtileg svör eru frábær, en helst vildi ég fá alvöru svör!
1) Af hverju bloggar þú?
2) Um hvað bloggar þú?
3) Hvern ertu að reyna að ná til með blogginu þínu?
Takk fyrir hjálpina!
Kær kveðja frá Berlín, Andrea
(www.orang.blogg.is)Andrea (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 14:35
Kræst, þú ert að tjá þig um Frú Jónu og færð svo svona beiðni!
Bragi Einarsson, 22.1.2007 kl. 17:47
HAHAHAHAHA... segðu segðu!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 22.1.2007 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.