Frábær helgi!

Úlfar IngiÉg held ég geti alveg hiklaust mælt með veitingastaðnum Strikið hérna á Akureyri. Við Metta fórum þangað í gær og nutum okkar vel þrátt fyrir að rafmagninu var alltaf að slá út og að Metta hafi þurft að sækja klósettið í myrkri. Ég fékk mér saltfisk og franska súttlaðiköku í eftirrétt. Jömmí. Saddar og sælar röltum við svo í bíó á myndina Babel sem ég ætla líka að leyfa mér að mæla með, enda stórkostleg mynd. Þetta er svona mynd sem ég vil eiga í hillunni minni, klárlega. 

Eftir myndina fórum við á Karó að hitta Svennaling og þaðan var ferðinni heitið á Amour sem var verið að opna eftir breytingar. Staðurinn er nú reyklaus (vei!) og með vel lakkað gólf. Gummi Steingríms og kumpánar hans í SKE (eða Ess Ká E eins og sagt var í fréttum frétti ég) héldu uppi fáránlega góðri stemningu á efri hæðinni enda var verið að frumsýna Svartur köttur hjá LA. Var margt um manninn á svæðinu, KHÍ og HR voru í "menningarreisu", og aðstandendur leiksýingarinnar fjölmenntu til að hlýða á snillingana í SKE. Ég verð nú bara að segja að ég er ansi sátt við gærkvöldið, það var hressandi að kíkja smá út í góðum félagsskap og viðra sig. Er bara farin að hlakka ansi mikið til að kíkja aftur á Amour næstu helgi, eftir afmælistúttupartýið hennar Völlu. 

Ég verð að leyfa einni mynd að fylgja með færslunni, en hún Þórey yndi var að senda mér þessa glænýju mynd af prinsinum gullfallega. Ég held maður gleymi bara verkjum og sársauka við það eitt að horfa á þennan krúttusnúð!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott blogg hjá þér sæta ! Alltaf gaman að lesa bloggin þín , vá hvað þetta er fallegur drengur þarna á myndinni ;o)))) Hann er algjör mús .Hafðu það gott eska

þórey (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband