Samsæri??

Rosalega er þetta óhressandi að lesa svona frétt snemma morguns. Ég fæ það bara á tilfinninguna að flestir Íslendingar séu með samsæri gegn námsfólki á þessum árstíma. Aldrei er meira fjallað um veðrið heldur en á þessum árstíma. Aldrei er jafnmikið um að vera heldur en á þessum tíma.

Ég verð nú líka að viðra skoðun mína á prófum hérna. Ég er ekki á móti prófum, en ég er svona ská á móti þeim. Í þeim námskeiðum í HÍ sem ég hef EKKI tekið próf heldur gert fyrirlestra, verkefni eða ritgerðir situr mun meira eftir í kollinum heldur en eftir þau námskeið sem ég þurfti að fara í próf í. Ég er búin að eiga nokkrar samræður um þetta við annað skólafólk og flestir eru sama sinnis - amk þeir sem eru að læra svipaða hluti og ég. Miklu frekar vildi ég vera að útbúa aðgengilega heimasíðu með upplýsingum um rétt ákveðinna hópa hjá TR, svakalega hipp og kúl bækling um eitthvað djúsí efni, frábæran fyrirlestur fyrir bekkinn minn eða tímamótaritgerð og komast í Ísland í bítið (þetta síðasta er kaldhæðni eins og þeir sem þekkja mig vita, ég er ömurleg að skrifa ritgerðir). En nei nei. Ég þarf víst að sitja inni í stórkostlega veðrinu og lesa undir próf. Held ég sé með ca 5-600 bls af GLÓSUM, notabene fyrir utan bókina. Og efnið: Greining geðrænna vandkvæða (skv. DSM-IV kerfinu). Jahá.. eins og ég hef sagt oft áður: Lúxuslíf að vera í skóla.


mbl.is Hitabylgju spáð um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:D Skólalif er æðislegt !!!

arnijoha (IP-tala skráð) 6.5.2006 kl. 10:52

2 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Ég er með lausn á öllum þínum vandamálum. S. 905-2020

Agnar Freyr Helgason, 6.5.2006 kl. 13:33

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

HAHAHAHA... ætli það sé ekki alltaf á tali fyrst þú ert búin að uppgötva það ;)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 6.5.2006 kl. 16:46

4 identicon

Æ guð hvað ég er sammála þér.. þoli ekki að hanga svona inni allaf.. og annað hvers vegna í ósköpunum þurfa próf alltaf að vera rétt fyrir jól eða um það leiti sem sumarið er að byrja! er ekki bara hægt að finna skemmtilegri tímasetningu þegar ekkert er að gerast í heiminum, eins og febrúar eða október, ég bara spyr...

en gangi þér vel ofturútta ;)

Dagný foxy (IP-tala skráð) 6.5.2006 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband