Viltu giftast mér?

Ástin mín, ég fann þennan líka forkunnarfagra (og ránfjúkandi dýra) hring handa þér! Ef þú bara vissir hvað ég þurfti að hafa mikið fyrir því að eignast hann! 

Á svona stundum er ég ánægð að eiga ekki svona kærasta.. Ætlaði hann virkilega að kúka hringnum og biðja stúlkunnar svo? Jiminn... Ég held það þyrfti aðeins að skoða þennan mann. Kannski er hann mjög fátækur, kannski er hann eitthvað veikur.. kannski fannst honum þetta bara hrikalega sniðugt. Hvað veit ég? Ég veit ekki einu sinni hvað stjörnuspá dagsins er að reyna segja mér!

Vog: Vogin vinnur ástir með því að skyggja á samkeppnina, ekki með afbrýði. Aðrar vogir og sporðdrekar laðast þegar í stað að þér. Beittu áhrifum þínum varlega til þess að fyrirbyggja tilfinningaflækju í framtíðinni.


mbl.is Brúðguminn gleypti hringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

ekki gaman að taka við honum eftir ferð um endaþarmsheima

Ólafur fannberg, 18.1.2007 kl. 00:21

2 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

ég á reyndar vinkonu sem mynda fíla svona

Eva Kamilla Einarsdóttir, 18.1.2007 kl. 09:47

3 Smámynd: Bragi Einarsson

iss, það eru til fullt af góðum hreinsiefnum! Bara að grjótið í honum sé ekki svo stórt að hann rispi þarmana á útleið

Bragi Einarsson, 18.1.2007 kl. 12:38

4 identicon

Ég held að stjörnuspáin þýði að þú eigir ekki að vera abbó út í aðrar stelpur sem eru skotnar í stráknum sem að þú ert skotin í. Heldur eigi þú bara að vera enn sætari/skemmtilegri en þær. Svolítið bull. Þú ert svo glæsileg og frábær að eðlisfari að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að einhver skyggi á þig......

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 22:28

5 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Já... kannski það... ég er náttúrulega ómótstæðileg. Þessi stjörnuspá passar alveg við nýjustu færsluna.. einhver gæra hefur náð að klófesta enn einn fiskinn... 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 19.1.2007 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband