Play Deaf

Fingrastafrófið

Jæja, þá er síðasta táknmálstímanum mínum lokið - í bili. Þá hef ég alls klárað 3 námskeið hjá SHH, það eru öll námskeiðin sem boðið er uppá á þessari önn. Svo byrjar tákn 4 bara næsta haust :) Þetta hefur verið brjálæðislega fróðlegt svo ekki sé meira sagt. Ég er búin að læra alveg heilmikið í  þessu erfiða tungumáli og slatta í poka um menningu heyrnarlausra. Frábært að fá svona nýja sýn á samfélagið, orðin þetta gömul ;) Námskeiðinu er svo sem ekki alveg lokið, síðasti "tíminn" er í næstu viku en þá ætlum við að hittast á kaffihúsi og spjalla saman - án þess þó að nota röddina. Við megum ekki einu sinni tala við afgreiðslustúlkuna með röddinni, bara tákn og e.t.v. skrifa eitthvað niður sem erfitt er að tákna. Það verður mjög fróðlegt að sjá, enda er þessi hópur sem er með mér á námskeiðinu mislangt á veg kominn hvað getu varðar.

Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvort halda eigi próf eftir námskeið, eða hvort viðurkenningarskjal sé nóg. Eftir mikla þankaganga hef ég komist að þeirri niðurstöðu að klárlega ætti að vera nokkurs konar próf í lok hvers námskeið hjá SHH. Í mínum hópi er fólk sem ætti engan veginn að vera komið svona "langt", fólk sem er ennþá í erfiðleikum með að stafa og lesa stöfun - eitthvað sem við áttum að kunna eftir 1. námskeiðið. Ekki misskilja mig, frábært að fólk vilji læra táknmál, ég fagna öllum sem sýna þessu áhuga. Það sem leiðir af þessu er að aðrir sem eru komnir á "réttan" stað í námskeiðinu þurfa oft á tíðum að bíða eftir því að verið er að útskýra sömu orðin aftur og aftur fyrir sama fólkinu - orð sem við ættum þokkalega að vera búin að læra (t.d. námskeið, gaman, táknmál...). Þegar ég verð komin á þing þá ætla ég að mælast til þess að þessu verði breytt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Fanney!
Mig langaði að fá að sýna þér B.Ed. verkefnið mitt sem einmitt snerist um táknmál http://lokaverkefni.khi.is/v2006/lovigunn/ Við vitum af einhverjum villum þarna og smá hnökrum en það er vonandi eitthvað sem hægt verður að laga í framtíðinni:) Við værum sko meira en til í að fá styrk til að vinna áfram að síðunni og þróa þetta í orðabók, en það er bara fjarlægur draumur:)
Lovísa

Lovísa (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 10:43

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Frábært hjá ykkur, þið eruð meiri snillingarnir! Mér varð einmitt hugsað til þín um daginn þegar við vorum að ræða nauðsyn þess að hafa táknmálsefni á netinu. Til lukku með þetta! :)

Fyndið hvað maður er vanafastur.. þegar ég var að skoða efnið á síðunni sá ég að stúlkan stafar bókstafina með vinstri hendi, mér fannst það nú eitthvað hálfskrýtið.. hehehe..

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 5.5.2006 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband