15.1.2007 | 10:47
Hvađ gera félagsráđgjafar?
Ađ gefnu tilefni ćtla ég ađ birta ţennan texta sem er af heimasíđu félagsráđgjafarskorar HÍ.
Hvađ gera félagsráđgjafar?
Félagsráđgjafar starfa ađallega viđ međferđ og ţjónustu í ţágu skjólstćđinga einkum á sviđi félags-og heilbrigđisţjónustu og í mennta- og dómskerfi. Enn fremur starfa félagsráđgjafar viđ stjórnunar- og skipulagsstörf í félags- og heilbrigđisţjónustu. Ţeir starfa m.a. í ráđuneytum, sem félagsmálastjórar, framkvćmdastjórar svćđisstjórna og forstöđumenn í ýmsum stofnunum. Ţá starfa félagsráđgjafar ađ rannsóknum. Auk ţess starfa félagsráđgjafar ýmist launađ eđa í sjálfbođavinnu hjá hagsmunafélögum og frjálsum félagasamtökum. Markmiđ félagsráđgjafar er ađ hjálpa fólki til sjálfshjálpar ţannig ađ sérhver einstaklingur geti sem best notiđ sín í eigin lífi og í samfélaginu.
Félagsráđgjöf er fag sem er örri ţróun og á hverju ári stćkkar starfsvettvangur félagsráđgjafa enda er eftirspurn mikil eftir starfskröftum ţeirra.
Auk hinna hefđbundnu sviđa innan félags-og heilbrigđisţjónustu starfa félagsráđgjafar í vaxandi mćli í ţágu skólakerfisins og í tengslum viđ réttarkerfiđ (fangelsis-og dómsmál). Ţau sviđ sem nú eru í hvađ mestri ţróun eru öldrunarţjónusta og rannsóknir tengdar ţví málefni. Ţá eru fjölmenning og inflytjendamál og sjálfbođageirinn vaxandi málaflokkar auk ýmissa málefna sem tengjast ć fjölbreytilegra mannlífi og nýjum lífsháttum.Vinnuađferđir og nálgun félagsráđgjafar:
Félagsráđgjafar vinna út frá heildarsýn, ţeir tengja saman, samstilla og virkja ţau samskiptakerfi sem einstaklingurinn tengist. Félagsráđgjafar vinna međ einstaklinga, hópa, hjón, fjölskyldur og stćrri heildir, s.s. vinnustađi, stofnanir og samfélög.
Félagsráđgjafar beita hefđbundnum sálfélagslegum međferđarfrćđum í einstaklings- hjóna- og fjölskyldumeđferđ. Samfélags- og hópvinna eru ađferđir sem eiga sér aldagamla sögu innan félagsráđgjafar og eru í sífelldri ţróun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dćgurmál, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 11:00 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.