14.1.2007 | 15:19
Uppfærsla - heyrnarlausir
Lati, lati bloggarinn sem ég er. Frábær vinnuvika liðin og eflaust önnur eins í vændum.
Afrek síðustu viku:
- Fór á snjóbretti uppí Hlíðarfjall með Önnu Rún. Kristur á Krossinum. Hef tvisvar sinnum áður farið á bretti en það var fyrir sirka 7-8 árum. Þessi ferð var afar athyglisverð. Ég komst ekki niður brekkuna frá skíðahótelinu niður að fyrstu lyftunni. Jahá... datt bara á hausinn þrátt fyrir mikla hjálp frá Önnu við að halda mér á fótum. Lét plata mig til að fara með stólalyftunni alla leið upp, jahér, og þar uppi beið ég í sirka korter, tuttugu mínútur því ég þorði ekki niður. Eftir þúsund föll, frosna vettlinga, snjó inná maga, náladofa í fótunum og rúmum klukkutíma síðar komst ég loksins niður en þá var búið að slökkva ljósin í fjallinu þar sem það var búið að loka. Jahá, ég get sagt ykkur það. Núna er eiginlega algjört möst að fá skíðin mín hingað norður, meika ekki margar fleiri svona ferðir.
- Fór í ræktina á hverjum degi og prófaði m.a.s. Body Jam sem eru svona danstímar, salsa, bollywood, diskó og ég veit ekki hvað og hvað.
- Kom herberginu mínu í frábært horf með aðstoð Tiger. Vörur á 200 kjédl eru unaður!
- Fékk Mettu frænku í heimsókn og eldaði fyrir hana kjúklingabringur sem við borðuðum með penne pasta í piparrjómasósu með perum og valhnetum. Fórum svo á Children of Men sem var afar, afar spés... ég held ég treysti mér ekki til að mæla með henni - þrátt fyrir fegurð Clive Ovens. Eftir myndina var svo bara rúntað fram á nótt og kjaftað í sig hita. Nææææs.
Ég mæli eindregið með því að þið lesið viðtalið við Kolbrúnu í Fréttablaðinu í gær, laugardag, en hún er heyrnarlaus kona sem er í hóp þeirra sem beittir voru kynferðisofbeldi í grunnskóla. Mér finnst þetta mikið hugrekki hjá henni að koma fram og segja sögu sína. Auðvitað eru allar svona sögur dæmi um hugrekki, en í því samfélagi sem hún lifir einna helst eru bara um 200 manns. Þar þekkja allir alla og ef við berum þetta saman við lítið þorp þá hlýtur það að taka ansi mikið á samfélagið þegar svona kemst upp. Eins og ég hef komið inná áður þá er það með eindæmum fáránlegt hvernig ríkið og íslenskt samfélag hefur farið með og komið fram við þá sem heyrnarlausir eru.
Mig langar af þessu tilefni til þess að benda sérstaklega á bloggið hennar Sigurlínar Magrétar en hún er oft með mjög góðar færslur tengd málefnum heyrnarlausra. Þarna er kona sem veit sínu viti og að mínu mati eiga stjórnvöld að hlusta eftir svona röddum. Í nútímasamfélagi er æ meira verið að taka upp notendasamráð í þeim málum sem lúta að einstaklingum og hópum sem eru undir í samfélaginu, af einhverjum ástæðum. T.a.m. hafa einstaklingar með geðröskun unnið með WHO við að móta geðheilbrigðisstefnu, einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein vinna með sjúkra- og iðjuþjálfum við að hanna endurhæfingu og svo mætti lengi telja. Er þessi stefna góð og gild, enda vita þeir sem lent hafa í aðstæðunum mest um þær og því best til þess fallnir að leggja orð í belg um hvað betur mætti fara. Nú finnst mér bara nóg komið af þöggun samfélagsins á þeirri kúgun og misnotkun sem heyrnarlausir hafa orðið fyrir, ekki bara hér á landi heldur um allan heim.
Ég tengi hér inná greinina sem ég skrifaði í fyrra, ykkur til yndisauka. Ég er líka búin að bæta við fullt af nýjum tenglum undir Daglegt brauð, skora á ykkur á lesa framhaldssöguna á netinu sem heitir Nágranninn - en ég vara ykkur við - hún er ávanabindandi!
Tillögur um aukna ráðgjöf fyrir heyrnarlausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
kvittó...
Ólafur fannberg, 15.1.2007 kl. 08:17
Fanney fjalladrottning! Mér fannst þú standa þig eins og hetja. þú ert búin að vinna einn kúpon sem leyfir þér að detta á mig í staðinn fyrir snjóinn sem er kaldur og blautur..
kv. snjóbrettadrottningin
Anna Rún (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.