Sykurmolakórónan sigraði ekki!

 Kórónan góða
Þá get ég birt mynd af höfuðfatinu mínu sem, þrátt fyrir miklar væntingar, bar ekki sigur úr býtum í keppninni góðu. Nokkurra daga vinna lá að baki gerð höfuðfatsins, en það er lúmskt erfitt að líma þetta saman. Erfitt en gaman :) Anna Rósa var sigurvegari kvöldsins fyrir að finna einu notin sem hægt er að hafa af meintri brauðkörfu sem ku hafa verið jólagjöf frá KB Banka, Kaupþingi banka, Kappaflingfling etc. Ekki var verra að sjá hversu vel Anna Rósa klæddist við þetta höfuðfat, en daman var í smóking. Leikir kvöldisins heppnuðust vel, allir fengu eitt hlutverk á miða sem þeir áttu að leika í laumi, þ.e. enginn mátti vita hvert þeirra hlutverk var. Útúr þessu varð svo heilmikil skemmtun þegar miðarnir voru lesnir upp og fólk átti að giska hver átti hvern miða. T.d. talaði kærastinn hennar Svönu endalaust um hvað það hefði verið ömurlegt að Tóta hefði ekki komist í afmælið (það stóð á hans miða) en hann hefur hitt Tótu einu sinni og þekkir hana lítið sem ekkert. Við þetta varð Svana (bekkjarsys okkar Tótu úr MA) hneyksluð á þessari hegðun mannsins síns og lét vel valin orð falla, skildi ekkert í því hvað hann væri að röfla um þetta núna. Afar fyndið. Meðal annarra hlutverka má nefna:

  • þegar þú sérð fólk vera fá sér bjór/vín/kokteil áttu að segja hissa: bíddu, ert þú að fá þér annan? Varstu ekki á bíl? Kona eins samstarfsmanna Völlu fékk þetta, fáir vissu hver hún væri og því kom þetta afar skoplega út.
  • þú gerir í því að dásama útsýnið útum klósettgluggann í íbúðinni. Þegar þér er bent á að það sé nú enginn gluggi á klósettinu segirðu hissa: Ó!
  • Þú ert sífellt að finna undarlega lykt úr eldhúsinu og stanslausa prumpulykt. Reyndu að komast að því hver á þessa lykt. Þetta var miðinn minn. Fólk hefur eflaust haldið að ég hefði einhverjar vafasamar kenndir, síspyrjandi hvort það hafi verið að prumpa, hvort þetta sé ekki lyktin þeirra. Spés í hið minnsta
  • Þú bendir iðulega á það hvað  Addi (maðurinn hennar Völlu) sé líkur Guðmundi í Byrginu, með þennan hatt.
  • Þú ert alltaf að heyra einhver furðurleg hljóð af svölunum og spyrð fólk í kringum þig hvort það hafi heyrt þau líka. Þetta var hrikalega fyndið. Einn gaur var sífellt að spyrja hvort þau ættu kött sem þau geymdu á svölunum, hvort fólk hafi heyt í kettinum etc.

Ekki stóð Amour undir væntingum þetta skiptið, afar fámennt, nú en góðmennt. Eftir smá innlit á Vélsmiðjuna var stefnan tekin heim á Klettastíg. Ekki hitti ég stjörnumerkið sem ég ætlaði að hitta, en ég var svosem upptekin við annað. Kvöldið var þó afar, afar vel heppnað. Ég spjallaði heilmikið við uppáhaldskennarann minn úr MA, sem jafnframt er félagi í Samfó, og hann tjáði mér að ég væri eini nemandinn á öllum hans ferli sem hefði fengið að lesa upp nemendur. Ég sóttist stíft eftir því að fá að lesa upp, örugglega í heilt ár, þar til hann gafst upp og veitti mér pennann sem notaður var til að benda á nemendur svo þeir þögnuðu. Upplesturinn var heilög stund. Ahh.. sælla minninga.

Í dag týndi ég mér í smástund á Youtube, þvílíkur snilldarveruleiki sem þar er. Verð að benda ykkur á þessi tvö brot hérna, þau gleðja ekki bara augað, heldur eru þau líka fáránlega fyndin. Fyrri ræman er hinn munúðarfulli dans sem Napoleon Dynamite tók þegar félagi hans Pedro var í framboði. Það eykur á fyndni þessa myndbands að lagið er fyrsta lagið í Body Jam tímanum mínum og svei mér ef hreyfingarnar þar eru ekki í anda Naopleons. Seinni ræman er úr sænskum þætti í anda Tekinn með Audda Blö. Þar fær Jamie Oliver á baukinn. Há jú læk kokk, jes? Vesgú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Leiðinlegt að sykurmolakrónan þín vann ekki, hún er rosalega flott.

Kolla, 28.1.2007 kl. 14:16

2 identicon

HAHAHA! hvaða snillingar fundu upp á þessum leik? geðveikt sniðugt!

annabegga (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 16:37

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ég vinn bara næst ;)

Við í Röskvu höfum stundað þennan leik í mörgum bústaðaferðum okkar þegar margt nýtt fólk er að koma inní starfið. Alltaf jafn gaman að sjá skrýtnar hliðar á fólki og vita ekki hvort þetta sé leikurinn eða raunverulegir persónuþættir :) 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.1.2007 kl. 17:01

4 Smámynd: Bragi Einarsson

þetta er bara fyndinn leikur þarna

Bragi Einarsson, 28.1.2007 kl. 18:28

5 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

já ég hló og hló af þessu

Eva Kamilla Einarsdóttir, 28.1.2007 kl. 22:27

6 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

:) Punktið leikinn hjá ykkur! Hann er brjálaður party-cracker! 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.1.2007 kl. 22:59

7 Smámynd: Sóli

hehehe... Já ansi skemmtilegur leikur hér á ferð, ég vona þó samt að engum hafi orðið meint af og að enginn hafi gert sig að of miklu fífli... (*hóst* - ehemm, þetta kemur kannski úr allra hörðustu átt...! )

Já, annars leiðinlegt að sykurmolakórónan þín hafi ekki unnið keppnina, þá er bara að vona að enginn "sykursjúkur" komist í hana...

Sóli, 28.1.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband